Stjórnbúnaður og forritun
Rafþekking sérhæfir sig í uppsetningu, forritun og viðhaldi stjórnbúnaðar fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Við bjóðum upp á heildarlausnir í stjórnbúnaði, frá uppsetningu og forritun til viðhalds og uppfærslna. Við sérníðum lausnir að þínum þörfum, hvort sem um er að ræða stýringu loftræstikerfa, lýsingu eða annars konar rafkerfa. Með okkar lausnum færðu nákvæma stjórnun og eftirlit með kerfum sem tryggir hámarks afköst og öryggi.
Rafþekking veitir einnig reglubundið viðhald á stjórnbúnaði, sem kemur í veg fyrir óvæntar bilanir og tryggir að kerfin þín virki ávallt eins og þau eiga að gera. Við bjóðum upp á þjónustu- og viðhaldssamninga sem eru sérsniðnir að þörfum hvers viðskiptavinar.
Starfsmenn okkar koma á staðinn, veita faglega ráðgjöf og útbúa tilboð í þjónustu- og viðhaldssamninga. Við bjóðum einnig upp á útkallsþjónustu allan sólarhringinn, svo þú getur verið viss um að fá aðstoð þegar þörf krefur.
Fyrirspurnir
Hefur þú eitthvað í huga? Hafðu samband við okkur og við svörum eins fljótt og auðið er.