Neyðarljós
Rafþekking býður upp á þjónustu- og viðhaldssamninga vegna neyðarljósa fyrir fyrirtæki og stofnanir, sem tryggja hámarks öryggi fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Með reglubundinni þjónustu frá Rafþekkingu er hægt að tryggja að neyðarljósin virki alltaf þegar þeirra er mest þörf, sem eykur öryggi og traust.
Þjónustusamningar okkar eru sérsniðnir að þörfum hvers viðskiptavinar. Starfsmenn Rafþekkingar koma á staðinn, veita faglega ráðgjöf og útbúa tilboð í þjónustu- og viðhaldssamninga sem henta þínu fyrirtæki eða stofnun. Við sjáum um reglubundið viðhald, viðgerðir og endurnýjun á neyðarljósum.
Við bjóðum einnig upp á útkallsþjónustu allan sólarhringinn, þannig að þú getur verið viss um að fá aðstoð þegar þörf krefur.
Fyrirspurnir
Hefur þú eitthvað í huga? Hafðu samband við okkur og við svörum eins fljótt og auðið er.