Loftræstikerfi

Rafþekking sérhæfir sig í stýringum og viðhaldi loftræstikerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við tryggjum faglega uppsetningu og að loftræstikerfin þín virki á skilvirkan hátt frá fyrsta degi. Reglubundið viðhald tryggir betri loftgæði og stöðugt hita- og rakastig, sem hefur jákvæð áhrif á vellíðan starfsmanna og viðskiptavina.

Við sjáum um allar tegundir viðhalds, hvort sem um er að ræða fyrirbyggjandi viðhald, reglubundnar skoðanir eða neyðarviðgerðir. Starfsmenn okkar koma á staðinn með stuttum fyrirvara og þjónusta allan sólarhringinn. Fyrirbyggjandi viðhald dregur úr rekstrarkostnaði til lengri tíma með því að koma í veg fyrir óvæntar bilanir og viðgerðir.

Rafþekking býður einnig upp á þjónustu- og viðhaldssamninga sem eru sniðnir að þörfum hvers viðskiptavinar. Við veitum ráðgjöf, gerum tilboð og sjáum til þess að loftræstikerfin þín séu alltaf í toppstandi.

Fyrirspurnir

Hefur þú eitthvað í huga? Hafðu samband við okkur og við svörum eins fljótt og auðið er.

Móttekið

Við höfum móttekið skilaboðin og verðum í sambandi við fyrsta tækifæri.
Oops! Something went wrong while submitting the form.