Loftræstikerfi

Loftræstikerfi

Rafþekking býður upp á þjónustu- og viðhaldssamninga fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ótvíræðir kostir reglubundins viðhalds eru betri loftgæði og jafnara hita- og rakastig. Með reglubundinni þjónustu má hafa bein áhrif á vellíðan starfsmanna og viðskiptavina auk þess sem fyrirbyggjandi viðhald á kerfum leiðir til lægri rekstrarkostnaðar.

Þjónustusamningar Rafþekkingar eru sniðnir að þörfum hvers viðskiptavinar. Starfsmenn fyrirtækisins koma á staðinn, veita ráðgjöf og gera tilboð í þjónustu- og viðhaldssamning.

Útkallsþjónusta er allan sólarhringinn.